Skip to main content
x

Inngangur að fiskeldisfræðum (Introduction to Aquaculture )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2020-08-31 - 2020-09-18

Námskeiðslýsing:

Námskeiðinu má skipta í tvo megin hluta, Nýnemadaga/aðferðafræði og almennan fiskeldishluta (1) Á nýnemadögum verður starfsemi og stoðþjónusta skólans kynnt. Þar mæta nemendur m.a. í almenna fyrirlestra með öðrum nýnemum um starfsemi háskóla, gagnrýna hugsun og siðferði. Í aðferðafræði verður farið yfir námstækni, öflun heimilda og gæði þeirra og notkun, og uppsetningu og frágang á rituðum texta. Stuðst verður við APA kerfið sem verður haft til viðmiðunar við verkefnaskil í þessum áfanga sem og öðrum áföngum námsins. (2) Staða fiskeldis - Farið verður yfir þær tegundir sem eru í eldi hérlendis, magntölur, verðmæti, framleiðsluaðferðir og sett í samhengi við framleiðslu í öðrum löndum og framleiðslu annara matvæla. Fjallað verður um helstu fiskeldisframleiðsluþjóðir heims og þær tegundir sem eru ráðandi í eldi. Námskeiði stendur yfir í þrjár vikur. Ein staðarlota er í upphafi námskeiðs þar sem nemar mæta á nýnemadaga, læra um aðferðafræði og fara í vettvangsferð í fiskeldisstöðvar á Norðurlandi, þar sem nemendur kynna sér starfsemi þeirra undir handleiðslu kennara. Í ferðinni verður mest áhersla lögð á framleiðsluhætt, framleiðslutölur, markaði fyrir afurðir, uppbyggingu eldiskerfa, eldisaðferðir og eldisferla. Að öðru leyti, samanstendur námið af fyrirlestrum, umræðutímum og verkefnavinnu sem felur í sér stór og smá verkefni sem nemendur leysa einir sér eða í hópum.

Learning outcomes

Við lok námskeiðsins ætti nemandinn...

  • að vera fær um að nota heimildir við ritun á texta
  • að vera fær um að greina niðurstöður út frá myndum og töflum.
  • að hafa fengið innsýn í stöðu og umfang starfsgreinarinnar fiskeldi, bæði á alþjóðlega vísu og á Íslandi.
  • að þekkja helstu aðferðir notaðar eru við fiskeldi.
  • að þekkja helstu hugtök og skilgreiningar sem tengjast fiskeldi.

Files/Documents

ISCED Categories

Biology
Aquaculture