Skip to main content
x

Auðlinda- og umhverfishagfræði (Natural Resource and Environmental Economics )

Language

Icelandic

Course format Online
Date 2021-01-11 - 2021-05-07

Námskeiðslýsing:

Námskeiðið fjallar um hagfræði endurnýjanlegra og óendurnýjanlegra náttúruauðlinda: Fiskistofna, skóga, land orku, málma, kol, olíu, gas, jarðefni, vatn og loft. Hagrænt skipulag, auðlindastjórnun, kostnaðar/ábatagreiningu og áhrif iðnvæðingar á umhverfi og samfélag. Endurnýting og endurvinnsla notaðra afurða. Hugtök, viðföng, líkön og aðferðir til að nýta auðlindir með hagstæðum og haldbærum hætti, m.a. ferðakostnaðar-aðferðin og sældarlífs-aðferðin. Mannfjölgun sem helsta áskorun í auðlinda- og umhverfismálum og væntanleg framtíðarþróun. Aðferðir til að stýra mengun á skilsaman hátt. Í tveim þriðju hlutum námsefnis og námstíma er áhersla á fiskihagfræði og fiskeldi með hagnýtum dæmareikningi. Gordon-Schaefer-líkanið og önnur fiskveiðilíkön, kyrr og kvik. Stofn, sókn, afli, hagnaður og arður við frjálsar veiðar (OA), mesta varanlega afla (MSY) og hagkvæmasta afla (MEY). Hámörkun framtíðararðs af fiskveiðum með Hamilton-aðferð. Hagkvæmasti sláturaldur eldisfisks. Aflamark, sóknarmark, veiðiheimildir, veiðigjöld og stjórnkerfi fiskveiða á Íslandi og í ýmsum öðrum löndum. Framtíð fiskveiða og fiskeldis í heiminum.

Prerequisites

Learning outcomes

Að námskeiðinu loknu á nemandinn að geta…

  • Lýst helstu náttúruauðlindum Jarðar og sérstaklega Íslands: einkennum þeirra, mikilvægi og verðmæti.
  • Skilgreint hugtök, útskýrt viðfangsefni og notað aðferðir hagfræðinnar til að stýra sjálfbærri nýtingu auðlinda, með áherslu á hafið.
  • Gert grein fyrir gagnvirkni hagkerfa og vistkerfa.
  • Sett fram stærðfræðileg líkön um ábata og kostnað við nýtingu auðlinda.
  • Fundið hagstæðar lausnir í líkönum út frá stærðfræðilegum jöfnum og útreikningum í töflureikni, sýnt myndrit, túlkað og lagt mat á niðurstöður.
  • Rökrætt raunhæf vandamál auðlinda og umhverfis og hagnýtt áunna þekkingu við skipulag og stjórn fiskveiða við Ísland og annarra náttúruauðlinda.

Files/Documents

ISCED Categories

Ecology
Conservation and environmental management
Scientific modelling
Oil, gas and mineral resources
Aquaculture
Fisheries