Skip to main content
x

Fiskeldi I (Fish Farming I )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2020-08-15 - 2020-12-16

Námskeiðslýsing:

Námskeiðið fjallar um umfang og stöðu fiskeldis í heiminum og á Íslandi. Fjallað er almennt um forsendur fiskeldis og hvers vegna fiskeldi er álitlegt við matvælaframleiðslu. Hverskonar eldi er stundað í heiminum, hverjir framleiða hvað og hvers vegna. Fjallað um sögu og núverandi stöðu fiskeldis á Íslandi, forsendur þess og framtíðarmöguleika. Fjallað er um helstu eldistegundir á Íslandi, líffræði og tæknilega þætti sem tengjast eldi þessara tegunda. Kynnt eru áhrif fiskeldis á umhverfið og áhrif umhverfis á fiskeldið. Nemendur vinna tvö verkefni: 1) Skýrsla um það sem fyrir augu ber í vettvangsheimsókn í fiskeldisstöðvar og tengd fyrirtæki og mat á fyrirtækjunum út frá þeim (15%) 2) Heimildaritgerð um sjálfvalið efni tengt fiskeldi (15%).

Prerequisites

Æskileg undirstaða  LFR1106110 Líffræði

Learning outcomes

Að námskeiðinu loknu á nemandinn að geta:

  • Greint frá möguleikum og forsendum fyrir eldi helstu tegunda við íslenskar aðstæður,
  • borið saman líffræði og tæknilega þætti sem tengjast eldi helstu tegunda á Íslandi,
  • greint frá ástæðum þess að fiskeldi er mismunandi í löndum heimsins,
  • útskýrt tengsl fiskeldis og fiskveiða, með áherslu á sjálfbærni,
  • lýst umhverfisáhrifum fiskeldis og þáttum sem helst geta ógnað heilbrigði fiska í eldi,
  • leitað efnis um fiskeldi og dregið fram meginmál úr löngum texta.

Files/Documents

ISCED Categories

Biology
Aquaculture