Skip to main content
x

Íslenskur sjávarútvegur (Grunnnám) (Fisheries in Iceland (Undergraduate) )

Language

Icelandic

Course format Blended
Date 2020-08-15 - 2020-12-16

Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu fá nemendur yfirsýn um núverandi fyrirkomulag og þróun í íslenskum sjávarútvegi.

Helstu viðfangsefni: Ágrip af sögu íslensks sjávarútvegs. Vistkerfið og helstu sjávardýr í hafinu umhverfis Ísland. Hagtölur íslensks sjávarútvegs og umfjöllun um stærstu sjávarútvegsfyrirtækin. Fyrirkomulag og uppbygging skipa og veiðarfæri sem notuð eru á Íslandsmiðum. Yfirlit um helstu aðferðir við stjórnun fiskveiða með áherslu á íslenska aflamarkskerfið (kvótakerfið) og þróun þess. Afurðir, vinnsluleiðir og þróun markaða fyrir sjávarafurðir í gegnum tíðina. Starfsumhverfi, fjárhagsstaða og afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi. Virðiskeðja sjávarútvegs og hugtökin „fullnýting afurða“ og „hámörkun verðmæta í stað magns“. Verklegur hluti námskeiðsins inniheldur heimsókn í fiskiðjuver og skip, ásamt æfingu í flökun og framleiðslu helstu afurða af botnfiskflaki. Hluti fyrirlestra gæti verið fluttur á ensku.

Learning outcomes

Að námskeiðinu loknu á nemandinn að geta:

  1. Nefnt helstu þætti sem hafa haft áhrif á sögu fiskveiða og vinnslu við Ísland
  2. Lýst fiskiskipum, uppbyggingu og búnaði þeirra ásamt helstu veiðarfærum á Íslandsmiðum
  3. Borið saman og rætt á gagnrýninn hátt mismunandi fiskveiðistjórnunaraðferðir með sérstakri áherslu á íslenska aflamarkskerfið
  4. Fjallað um magn og verðmæti helstu afurða og vinnsluaðferðir í íslenskri fiskvinnslu
  5. Skýrt mikilvægustu markaði fyrir sjávarafurðir íslendinga og þróun þeirra
  6. Útskýrt meginþætti í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslenskt hagkerfi.
  7. Aflað gagna um sjávarútveg, unnið með þau í töflureikni og skilað sem heilstæðu verkefni.
  8. Greint og útbúið helstu afurðir af botnfiski
  9. Fjallað um virðiskeðju íslensks sjávarútvegs með áherslu á síðustu þrjá áratugi
  10. Tengt stjórnkerfi fiskveiða við fullnýtingu afurða og hámörkun verðmæta.

Files/Documents

ISCED Categories

Biology
Ecology
Statistics
Machinery and operators
Fisheries