Skip to main content
x

Erfðamengja- og lífupplýsingafræði (Genomics and Bioinformatics )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2021-01-11 - 2021-04-23

Námskeiðslýsing:

Erfðamengjafræði og lífupplýsingafræði samþættast á margvíslega vegu. Erfðatækni opnaði möguleika á raðgreiningu erfðamengja, greiningum á tjáningar- og prótínmengjum. Með raðgreiningum á erfðamengjum þúsundum lífvera opnast möguleikar á að nýta upplýsingarnar til að öðlast þekkingu og skilning á líffræðilegum fyrirbærum. Samanburðaraðferð þróunarkenningar Darwins er fræðilegur grundvöllur fyrir greiningar á slíkum upplýsingum. Sameiginlegir eiginleikar varðveittir í mismunandi lífverum eiga sér grunn í varðveittum hlutum erfðamengja.

Prerequisites

 • Æskileg undirstaða  LÍF403G Þróunarfræði
 • Æskileg undirstaða  LÍF644M Sameindaerfðafræði
 • Æskileg undirstaða  LÍF623M Linux, helstu tól og tæki
 • Námskeiðið er kennt á íslensku, nema þegar stúdentar af erlendu bergi eru einnig skráðir, þá er það kennt á ensku. Verklegi hlutinn í erfðamengjafræði og lífupplýsingafræði (LIF524G/LIF120F) er að talsverðu leyti sameiginlegur námskeiðinu LÍF526M (Verkfæri í lífupplýsingafræði). Þess vegna má ekki taka námskeiðin saman. Nemendur verða að velja annað hvort LIF526M eða LIF524G/LIF120F

Learning outcomes

Þekking og skilningur

 • Nemendur skulu kunna skil á grunnatriðum þróunarfræði og stofnferðafræði sem er grunnur að samanburði á erfðamengjum og rannsóknum á starfsemi gena.
 • Nemendur eiga að þekkja sögu raðgreiningar erfðamengis mannsins, erfðamengjafræðinnar og rætur hennar í erfðafræði.
 • Nemendur skulu vita hvernig raðgreining erfðamengja fer fram, hvaða tækni sé algengust, styrk og vandkvæði algengustu aðferða.
 • Nemendur eiga að hafa yfirsýn yfir eðli lífupplýsinga, úr raðgreiningum, tjáningarrannsóknum, prótínskimunum og öðrum líffræðilegum tilraunum.
 • Nemendur skulu kannast við helstu gagnagrunna og skráargerðir, og hvernig nálgast megi upplýsingar og verkfæri á stærstu vefþjónunum.
 • Nemendur eiga að þekkja til rannsóknaspurninga á sviði prótínmengjafræði, RNAmengjafræði og efnaskiptamengjafræði.

Hagnýt færni

 • Nemendur eiga að geta lesið, rætt, gagnrýnt og endursagt greinar á sviði erfðamengjafræði.
 • Nemendur skulu öðlast reynslu í að nota gagnagrunna, vinna með gagnasett og vefforit fyrir greiningu á erfðamengjagögnum.
 • Nemendur skulu læra grunnatriði forritunar í Python/R, sem dæmi um forritunarmál til að vinna með lífupplýsingargagnasett, draga saman niðurstöður og prófa tilgátur.
 • Nemendur skulu öðlast reynslu í að nýta erfðamengjaupplýsingar til að prófa tilgátur af öðrum sviðum líffræði og læknisfræði.

Files/Documents

ISCED Categories

Biotechnology
Bioinformatics