Skip to main content
x

Eiturefnavistfræði (Ecotoxicology )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2021-01-11 - 2021-04-23

Námskeiðslýsing:

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum helstu mengandi efni, gerð þeirra, umfang og dreifingu, og sérstök áhersla verður á áhrif þeirra á lífverur. Í fyrsta hluta námskeiðsins verður fjallað um helstu efnaflokka (þungmálma, þrávirk efnasambönd, PAH efni, TBT og geislavirk efni), eiginleika efnanna (vatnsleysanleika, fitubindingu, o.fl.), útbreiðslu á norðurslóðum og dreifingu. Rætt verður um leiðir mengandi efna inn í lífverur og fjallað um uppsöfnun og mögnun í lífverum. Annar hluti námskeiðsins fjallar um áhrif mengandi efna á samfélög, tegundir, stofna og einstaklinga. Rætt verður um áhrif á fjölbreytileika og útbreiðslu tegunda. Fjallað verður um lífeðlisfræðileg áhrif mengunar (t.d. áhrif á öndun og vaxtarrými), lífefnafræðileg áhrif (t.d. hvötun cytochrome P450, hvötun á metallothionein próteinum, myndun á vitellogenin, áhrif á stöðugleika leysikorna), auk áhrifa á vefgerð, æxlamyndun, vansköpun og áhrif á erfðaefni (DNA viðbætur). Í þriðja hluta námskeiðsins verður fjallað um mengun á og við Ísland. Verklegar æfingar samanstanda af þremur til fjórum stórum sjálfstæðum verkefnum, sem gilda 20% af einkunn og verða unnin í striklotu.

Prerequisites

Ekkert tilgreint

Learning outcomes

Nemendur sem ljúka þessu námskeiði:

  • hafa öðlast innsýn í helstu tilgátur og hugtök eiturefnavistfræðinnar
  • þekkja uppruna og dreifingu helstu mengandi efnaflokka í náttúrunni
  • þekkja helstu áhrif ýmissa mengandi efna á lífverur
  • þekkja umfang mengunar á norðurslóðum
  • geta lagt mat á þær aðferðir sem best er að nýta til að meta álag á náttúruna af völdum mengunar.

Files/Documents

ISCED Categories

Biology
Toxicology