Skip to main content
x

Vistfræði (Ecology )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2020-08-24 - 2020-11-27

Námskeiðslýsing:

Fyrirlestrar: Inngangur. Þróun. Atferli. Söguleg og vistfræðileg líflandafræði. Stofnar: Dreifing einstaklinga, fæðingartölur, dánartölur, aldursdreifing, líftöflur, vöxtur stofna, stjórnun stofnstærðar, stofnsveiflur, far. Samspil tegunda: Samkeppni, afrán, aðrar samskiptagerðir. Nýting stofna. Stjórnun skaðlegra stofna. Samfélög: Lýsing, tegundasamsetning, tegundafjölbreytni, fæðuvefir, stöðugleiki, framvinda. Vistkerfi: Hringrás efna, orkurás, framleiðni, næringarkeðjur, neysluþrep, vistfræðileg nýtni. Vistfræði þurrlendis, sjávar og fersks vatns; kynning á íslenskum vistkerfum. Verklegar æfingar: Æfingar fara fram á rannsóknarstofu og úti við, eftir því sem aðstæður leyfa. Lögð er áhersla á beitingu vísindalegrar aðferðar í vistfræði, breytileika og meðferð gagna. Gerðar eru m.a. athuganir á stofnvexti bifdýrastofna, athuganir á gróðri og dýralífi þurrlendis, á beltaskiptingu í fjöru og á straumvatni.  Mætingarskylda: í allar verklegar æfingar. Námsmat: Verklegar æfingar og málstofur vega 50% af lokaeinkunn, þar af ein viðameiri skýrsla sem kynna á munnlega. Tíu skriflegar æfingar gilda 50%. Lágmarkseinkunnar er krafist úr öllum námshlutum.

Prerequisites

Ekkert tilgreint

Learning outcomes

Þekking og skilningur:

  1. Nemendinn kann skil á helstu þáttum er móta viðgang og útbreiðslu plöntu- og dýrastofna, svo og samverkun þessara þátta.
  2. Nemandinn kann skil á, uppbyggingu og starfsemi lífverusamfélaga og vistkerfa á láði og í legi, notagildi þeirra fyrir mainninn og áhrifum mannsins á þau.
  3. Nemandinn þekkir þær vísindalegu nálganir og tæknilegu aðferðir sem notaðar eru í vistfræði.
  4. Nemandinn er læs á tölur í vistfræði og er fær um að meðhöndla og túlka tölulegar niðurstöður úr tilraunum og athugunum.

Fræðileg hæfi

  1. Nemandinn hefur öðlast innsýn í helstu kenningar, hugtök og aðferðir vistfræðinnar.

Hæfni í samskiptum, miðlun og upplýsingalæsi

  1. Nemandinn getur tekið saman og túlkað vistfræðileg gögn úr verklegum æfingum og skrifað um þau skilmerkilega verkefnaskýrslu.
  2. Nemandinn er fær um að taka saman vistfræðilegt efni og ræða um það í hóp á gagnrýninn hátt.

Files/Documents

ISCED Categories

Biology
Ecology