Overslaan en naar de inhoud gaan
x

Fiskur sem matvæli (Fish as Food )

Taal

Icelandic

Course format On-site
Datum 2021-01-11 - 2021-05-07

Námskeiðslýsing:

Námskeiðið fjallar um efna- og formfræðilega byggingu fiska auk örverufræði þeirra og áhrif vinnslu á þessa þætti. Áhersla er lögð á efnasamsetningu, næringargildi og örverufræði fiska m.t.t. skemmandi og sjúkdómsvaldandi örvera. Áhrif mismunandi vinnslu (t.d. kælingar, frystingar, söltunar, þurrkunar, reykingar, gerjunar/súrsunar og efnarotvarnar) á þessa þætti verða kynnt. Samanburður við önnur matvæli. Auk þess verður farið í ýmsa þætti hvað varðar löggjöf og reglugerðir sem taka til fisks bæði hérlendis og erlendis. Sérstök áhersla er lögð á HACCP kerfið.

Prerequisites

Æskilegir undanfarar eru EFN1113 Almenn efnafræði, EFN1213 Hagnýt efnafræði, LFR1103 Líffræði og ÖRV1103 Örverufræði.

Learning outcomes

Að loknu námskeiðinu á nemandinn að geta:

  • Skilgreint helstu gæða- og öryggisþætti sjávarfangs svo sem efnasamsetningu og örveruinnihald
  • greint frá hvernig þessi þættir breytast við vinnslu og geymslu,
  • framkvæmt mælingar á þeim og lýst aðferðum til þess,
  • útskýrt hvernig hægt er að stjórna þeim,
  • framkvæmt einfalda HACCP greiningu

Files/Documents

ISCED Categories

Biologie
Visserij
Veiligheid