Námskeiðslýsing:
Námskeiðið fjallar aðferðir sem notaðar eru til að meta stærðir fiskistofna og stjórna veiðum á þeim. Umfjöllun verður um eftirfarandi hugtök eins og; stofnar, vöxtur, afföll, vísitölur, stofnstærðarlíkön, afrakstur, hrygningarstofn, nýliðun, meðafli, brottkast, aflmark. Ef skip er tiltækt verður farið í fiskmælingaleiðangur og unnið úr þeim gögnum.
Prerrequisitos
- Æskileg undirstaða FIF1106200 Fiskifræði
- Æskileg undirstaða STÆ3106110 Hagnýt stærðfræði I
Resultados del aprendizaje
Að námskeiðinu loknu á nemandinn að geta:
- Rætt á gagnrýninn hátt grunnhugtökin sem notuð eru til að meta stærðir fiskistofna.
- Útskýrt líffræðilegar undirstöður fiskveiðiráðgjafar.
- Útskýrt þau gögn sem þarf til að meta stærð fiskistofna og óvissuþætti þeirra.
- Búið til einfalt stofnstærðarlíkan í töflureikni.
- Notað og túlkað niðurstöður úr flóknari stofnstærðarlíkönum.
- Útskýrt áhrif fiskveiða á umhverfið og aðra stofna.
- Útskýrt grundvallarhugtök fiskveiðistjórnunar og útskýrt helstu aðferðir.
Archivos/Documentos
Categorías CINE (ISCED)
Biología
Modelado científico
Pesquerías