Námskeiðslýsing:
Fyrirlestrar: Inngangur. Þróun. Atferli. Söguleg og vistfræðileg líflandafræði. Stofnar: Dreifing einstaklinga, fæðingartölur, dánartölur, aldursdreifing, líftöflur, vöxtur stofna, stjórnun stofnstærðar, stofnsveiflur, far. Samspil tegunda: Samkeppni, afrán, aðrar samskiptagerðir. Nýting stofna. Stjórnun skaðlegra stofna. Samfélög: Lýsing, tegundasamsetning, tegundafjölbreytni, fæðuvefir, stöðugleiki, framvinda. Vistkerfi: Hringrás efna, orkurás, framleiðni, næringarkeðjur, neysluþrep, vistfræðileg nýtni.
Prerrequisitos
Ekkert tilgreint
Resultados del aprendizaje
Þekking og skilningur:
- Nemendinn kann skil á helstu þáttum er móta viðgang og útbreiðslu plöntu- og dýrastofna, svo og samverkun þessara þátta.
- Nemandinn kann skil á, uppbyggingu og starfsemi lífverusamfélaga og vistkerfa á láði og í legi, notagildi þeirra fyrir mainninn og áhrifum mannsins á þau.
- Nemandinn þekkir þær vísindalegu nálganir og tæknilegu aðferðir sem notaðar eru í vistfræði.
- Nemandinn er læs á tölur í vistfræði og er fær um að meðhöndla og túlka tölulegar niðurstöður úr tilraunum og athugunum.
Fræðileg hæfi
- Nemandinn hefur öðlast innsýn í helstu kenningar, hugtök og aðferðir vistfræðinnar.
Hæfni í samskiptum, miðlun og upplýsingalæsi
- Nemandinn getur tekið saman og túlkað vistfræðileg gögn úr verklegum æfingum og skrifað um þau skilmerkilega verkefnaskýrslu.
- Nemandinn er fær um að taka saman vistfræðilegt efni og ræða um það í hóp á gagnrýninn hátt.
Archivos/Documentos
Categorías CINE (ISCED)
Biología
Ecología