Skip to main content
x

Þroskunarfræði (Developmental Biology )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2021-01-11 - 2021-04-23

Námskeiðslýsing:

Fyrirlestrar: Hlutverk þroskaferla. Saga þroskunarfræðinnar og aðferðafræði. Þroskaferlar hjá einfrumungum. Tímgun og erfðablöndun. Helstu þroskunarmynstur fjölfruma dýra. Mörkun og ákvörðun frumuþroskunarferla. Erfðatæknilegar aðferðir í þroskunarfræði. Stjórn genatjáningar, - þroskunargen. Mikilvægi samskipta milli fósturfrumna. Bygging kynfrumna, frjóvgun og virkjun eggs. Fyrstu stig fósturþroskunar hjá völdum hryggleysingjum. Mörkun fósturöxla og líkamshluta hjá ávaxtaflugunni með stigskiptri stýringu gena. Fyrstu stig fósturþroskunar og mörkun fósturöxla hjá froskdýrum, fuglum og spendýrum. Afleiður fósturlaga og myndun líffæra hjá hryggdýrum. Þroskun tauga- og æðakerfis. Myndun útlima ferfætlinga. Kynákvörðun, kynþroski og myndun kynfrumna meðal hryggleysingja og hryggdýra. Þroskaferlar plantna. Þróun stýrikerfa þroskunar. Hagnýt þroskunarfræði. Æfingar: M.a. er fylgst með fósturþroskun hjá hryggdýri og aðferðir þroskunarerfðafræði kynntar. Umræður:Nemum er gert að flytja tvo stutta fyrirlestra um tiltekið efni, er tengist námskeiðinu, hvor þeirra 10% af heildareinkunn. Lágmarkseinkunnar (5,0) er krafist fyrir báða fyrirlestrana.

Prerequisites

 Æskileg undirstaða  LÍF315G Frumulíffræði
 Æskileg undirstaða  LÍF214G Dýrafræði - hryggleysingjar
 Æskileg undirstaða  LÍF302G Erfðafræði
 Æskileg undirstaða  LÍF313G Dýrafræði - hryggdýr

Learning outcomes

Þekking og skilningur

  • Nemendur tileinki sér grunnhugtök og grunnferla þroskunarfræðinnar (t.d. mörkun, ákvörðun og sérhæfingu frumna, vefja, líffæra og líkamshluta).
  • Nemendur kunni skil á helstu erfðafræðilegum og frumulíffræðilegum ferlum þroskunar (t.d. frumusérhæfðri genatjáningu, boðferlum innan- og milli frumna, vaxtar- og formmyndunarferlum).
  • Nemendur geti lýst snemmþroska og líffæramyndun í völdum hryggleysingjum, hryggdýrum og plöntum.
  • Nemendur þekki ferli kynfrumumyndunar, kynákvörðunar og frjóvgunar og virkjunar eggfrumu.
  • Nemendur geri sér grein fyrir tengslum þroskunar og þróunar, t.d. að tiltekinn grunnkerfi eru nýtt á mismunandi hátt í þroskun mismunandi lífvera.
  • Nemendur hafi yfirsýn yfir helstu rannsóknaraðferðir á sviði þroskunarfræði.

Hagnýt færni og hæfni

  • Nemandi skal vera fær um að lesa sér til um texta, niðurstöður og myndrænt efni á sviði þroskunarfræði og endursegja í fyrirlestri/ritgerð.
  • Nemendur öðlist reynslu við skoðun heilla fóstra og þunnsneiða.

Files/Documents

ISCED Categories

Biology
Biotechnology